Downs í 3-D sónar

21.09.2017

Er hægt að sjá í 3-D sónar hvort barn sé með Downs?

Heil og sæl, þrívíddarsónar er ekki greiningasónar og þangað á ekki að fara til að fá neinar greiningar. Það er hnakkaþykktarmælingar sem gefa ákveðna vísbendingu um hvort um litningagalla sé að ræða og ef sú vísbending kemur fram er konum boðin frekari rannsókn. Gangi þér vel.