7 daga sein á túr

28.09.2017

Sæl gerðu ég er 7 daga sein á túr og hef aldrei verið sein áður en fekki samt krampa alveg að 5 daga sein en ekki lengur núna er ég ekki með neina verki nema í bakinu og smá í brjóstunum en ég tók óléttu próf 4 daginn um sem ég var sein það kom út neikvætt og líka þegar ég er 7 daga sein á túr það kom líka út neikvætt. Er ég ólétt eða er bara eitthvað að?

Heil og sæl, það er frekar erfitt að segja til um hvort þú sért ólétt eða ekki. Stundum verður blæðingaóregla án þess að neitt sé að og leiðréttist bara sjálf í næsta tíðahring. Ég ráðlegg þér að bíða í einhverja daga í viðbót og ef engar blæðingar koma þá skaltu endurtaka þungunarprófið ef það er neikvætt getur þú séð til þar til í næsta tíðahring hvort blæðingar skila sér. Ef þær gera það ekki skaltu ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.