Spurt og svarað

30. september 2017

Mjög sein á blæðingum

Sæl, Þannig er mál með vexti að það eru liðnar 7 vikur síðan ég byrjaði á seinasta túr, ég er semsagt orðin 3 vikum of sein á blæðingum. Ég hef aldrei misst af blæðingum áður og er þetta mjög einkennilegt miðað við mig. Ég er búin að taka þrjú óléttu próf og þau hafa öll verið neikvæð. Ég by erlendis (Englandi) og það er ástæðan afhverju ég hef ekki bara farið til læknis í skoðun, því ég einfaldlega veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu. Er möguleiki að ég sé ólétt ef að öll þrjú óléttu prófin hafa komið út neikvæð?

Heil og sæl, það er mjög ólíklegt að þú sért ólétt þar sem öll prófin hafa verið neikvæð. Stundum kemur einhver blæðingaóregla upp hjá konum t.d. í tenglsum við mikið álag, mikla líkamsrækt, mikla streitu, megrun o.s.frv. Það lagast oft af sjálfu sér án þess að neitt sé að gert. Ég ráðlegg þér að sjá til hvað gerist í næsta hring, hvort blæðingar láta þá sjá sig. Ef þær gera það ekki skaltu endurtaka þungunarpróf og ef það er neikvætt þá skaltu huga að því að fá tíma hjá kvensjúkdómalækni (gynaecologist). Ég þekki ekki alveg kerfið í Englandi, hugsanlega þarftu að hitta heimilislækni fyrst. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.