Spurt og svarað

07. nóvember 2011

Papaya enzyme


Góðan dag. Takk kærlega fyrir góða síðu, hún hefur komið að góðum notum!

En það er eitt sem ég finn ekki fyrirspurn um hérna á síðunni og sé mjög skiptar skoðanir um þegar ég leita á netinu og það er papaya enzyme við brjóstsviða. Sumir segja að það sé í fínu lagi og virki vel en aðrir segja
að papaya sé notað við að örva legið og að reyna að koma fæðingu af stað.  Ég er sem sagt komin 32 vikur á leið og vakna iðulega á nóttu með brjóstsviða, þó að að ég borði ekkert 3 klst fyrir svefninn og langar ekki
að vera að taka sýrustillandi.

Takk takk!


Komdu sæl.

Ekki er mikið skrifað um þetta á erlendum fagsíðum ljósmæðra en þó er minnst á að þetta sé notað við ógleði í byrjun meðgöngu og við brjóstsviða.  Ég dreg því þá ályktun að þetta sé í lagi á meðgöngu.  Þetta er þó eins og með margt annað örugglega best í hófi.  Ef þú ákveður að prófa ættir þú að byrja með litla skammta og ef þú ferð að finna fyrir auknum samdráttum ættir þú að hætta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. nóvember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.