Spurt og svarað

30. september 2017

Brjóstaverkfall

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef! Ég á fimm mánaða gamlan dreng sem er einungis á brjósti og hefur alltaf drukkið vel þar til núna, mig grunar brjóstaverkfall en það er ekki fullkláruð greinin inná vefnum ykkar um brjóstaverkfallið, "BRJÓSTAVERKFALL Hvenær sem er á fyrsta árinu getur barnið skyndilega tekið upp á því að hafna brjósti móður sinnar. Mæður geta stundum tekið þessari höfnun persónulega og fylgt fljótt eftir með því að venja barnið alveg af brjósti. Oft taka þessar mæður höfnuninni sem merki um að þær hafi ekki næga mjólk eða að eitthvað sé að mjólkinni. Þessi hegðun hefur verið kölluð brjóstaverkfall og er tímabundin. Þær orsakir sem tengdar hafa verið þessari snöggu hegðunarbreytingu eru meðal annars: Ef ástæðan finnst og hægt er að laga hana getur brjóstagjöf hafist aftur. Það getur krafist aukinnar vinnu eða endurnýja sambandið. Ráð sem hægt er að benda móður á eru meðal annars:" Þetta er fyrsta barn og ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu og vil ALLS ekki hætta með hann á brjósti strax, hann fékk að smakka graut í gær en ég er að hugsa að bíða með hann (grautinn) aðeins lengur útaf þessari hegðun hans. Hann s.s. grætur bara við brjóstið og teygir sig frá því. Eina leiðin fyrir mig til að fá hann til að drekka er að hálfsvæfa hann og smeygja svo brjóstinu uppí hann, þá drekkur hann vel og lengi hálfsofandi. Er möguleiki að fá að sjá þessa grein í heild sinni og kannski fá einhver önnur ráð til að komast í gegnum þetta tímabil? Bestu kveðjur!

Heil og sæl, það standa fyrir dyrum breytingar á texta hér inni á síðunni og aukning á efni. Það er hinsvegar ekki svo langt komið að það leysi þinn vanda.
Oftast nær gengur brjóstaverkfall yfir án þess að neitt töfraráð sé notað. Oft er þetta leið barnsins til að segja þér að eitthvað sé að, etv. er barnið að fá tennur, etv. er vökvi í eyrum, nefstífla, hægara rennslí á mjókinni eða annað bragð t.d. tengt hormónabúskap hjá þér etv. ertu að byrja á blæðngum eða eitthvað annað sem enginn áttar sig á.  Brjóstaverkfall reynir á en með þolinmæði gengur það yfirleitt yfir. Nokkur ráð sem þú getur prófað eru t.d. það sem þú ert að gera að hálfsvæfa hann, fara með hann til læknis og útiloka líkamlegar ástæður t.d. vökva í eyrum, gefa í annarri stellingu en þú ert vön, vera á hreyfingu, rugga honum eða jafnvel ganga um, vera í aflsöppuðu og rólegu umhverfi lausu við áreyti. Meira húð við húð, klæða hann úr og láta vera upp við þína húð. Algengt er að brjóstaverkfall gangi yfir á 2-5 dögum. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.