Ungabörn sem gleyma að anda

01.10.2017

Hæhæ. Getur þú sagt mér af hverju ungabörn gleyma stundum að anda. Geta þau dáið við það eða hrökkva þau aftur af stað eftir eitthvern tíma?

Heil og sæl, ungbörn geta andað óreglulega og það er ekki óeðlilegt. Þau eiga hins vegar ekki að hætta að anda. Ef barnið þitt gerir það þarf að skoða það. Gangi þér vel.