Spurt og svarað

02. október 2017

fæðingarþunglyndi?

sælar. Ég er að velta fyrir mér hvort möguleiki sé á því að ég sé með fæðingarþunglyndi. Barnið mitt er orðið rúmlega 7 mánaða en fyrstu mánuðina fann ég fyrir vægu fæðingarþunglyndi sem ég hætti svo að finna fyrir þegar barnið var orðin ca 5 mánaða. En síðastliðnir dagar hafa verið frekar erfiðir hjá mér andlega. Ég hef enga þolinmæði, á mjög erfitt með að höndla grátur hjá börnunum mínum, er mjög fljót upp og missi auðveldlega stjórn á skapinu. Gæti fæðingarþunglyndið verið að taka sig upp aftur?

Heil og sæl, við eigum öll okkar góðu og slæmu daga og það er möguleiki og vonandi að þetta séu bara fáeinir dagar sem eru erfiðir. Hugsanlega eru einhverjar hormónabreytingar hjá þér, etv. eru blæðingar að byrja. Svo vonandi líður þér betur nú. En ef þessi vanlíðan lagast ekki innan einhverra daga og þér finnst vandinn ef til vill vera að vinda upp á sig skaltu ekki bíða með að leita aðstoðar og stuðnings. Þú getur byrjað með að leita til fölskyldu og vina og fengið stuðning þar en ef það er ekki hægt eða dugar ekki ráðlegg ég þér að leita til heimilislæknis og sjá hvað úr því kemur. Ef þig grunar að þú getir verið að stríða við þunglyndi skaltu ekki bíða of lengi með að leita hjálpar. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.