Hárvítamín

03.10.2017

Takk fyrir frábæran vef! Mig langaði að kanna hvort óhætt væri að taka Sugarbearhair hárvítamín með barn á brjósti ? Læt hér fylgja vefslóð með lýsingu: https://www.sugarbearhair.com/collections/popular-vitamins Kær kveðja

Heil og sæl, það er erfitt að segja hvað er akkúrat í lagi og hvað ekki. Ég gat ekki séð í hvaða magni hvert vítamín er í þessum böngsum svo að erfitt er að segja af eða á. Vítamín í of miklu magni er eitthvað sem ber að varast. Gangi þér vel.