Sinadráttur í nára

03.10.2017

Sælar Ég hef lesið hér á síðunni um sinadrátt í kálfunum, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ svoleiðis af og til en fæ mjög oft sinadrátt í nárann þegar ég er að labba. Ég er komin 32 vikur á leið og hefur þetta verið að gerast í rúman mánuð. Ég tek járn og C (lág í járni) en ætti ég að bæta við magnesíum til að losna við þetta? Þetta er frekar óþægilegt en háir mér svosem ekki. Kærar þakkir 

Heil og sæl, það er ágætt að hafa til hliðsjónar á meðgöngunni að taka eins lítið af aukaefnum og hægt er og ekki án þess að rík ástæða sé til. Magnesíum getur hindrað upptöku járns svo að það er spurning hvort þú eigir að taka það þegar þú ert að glíma við járnskort. Gangi þér  vel.