Gul útferð eftir lykkjuna

04.10.2017

Góðan dag, Ég fékk koparlykkjuna fyrir rúmri viku, 11 vikum eftir fæðingu. Það blæddi svolítið í nokkra daga og ég notaði innlegg svo ég tók eftir þegar blæðingin hætti en það hélt áfram mikil gulleit útferð. Nú er komið svolítið síðan blæðingin hætti en gulleita útferðin heldur áfram.. það er öðruvísi lykt en ég var vön fyrir fæðingu þó ég myndi ekki segja að hún væri mjög sterk. Nú veit ég ekki hvort það sé eðlilegt að útferð breytist eftir fæðingu og/eða koparlykkjuna svo ég spyr :) barnið er á brjósti og rúmlega 12 vikna ef það skiptir máli. Kærar þakkir!

Hei l og sæl, útferð er ekki eitthvað sem á að vera viðvarandi hvorki eftir fæðingu né lykkjuuppsetningu. Það á alls ekki að vera vond lykt af útferðinni.  Ef það er ekki er allt í lagi að bíða aðeins og sjá til hvort útferðin  hættir. Ef að er vond lykt ráðlegg ég þér að ráðæra þig við lækninn sem setti lykkjuna upp. Gangi þér vel.