Hormónalykkjan

05.10.2017

Sælar og takk fyrir flottan vef. Nú á ég 9 vikna barn, fékk hormónlykkjuna þegar barnið mitt var ca 7 vikna. Ég er ekki með á brjósti þannig ég var búin að fara á blæðingar á viku 5. Það er búið að blæða og vera brún útferð alla dagana síðan ég fékk lykkjuna. Er þetta að fara vera svona endalaust? Hvað lengi helduru? Er þetta alveg eðlilegt? Bkv

Sæl og blessuð, þetta getur verið svona í upphafi en á svo að hætta. Ef engir verkir eru og útferðin er ekki illa lyktandi er minni ástæða til að hafa áhyggjur. Ég ráðlegg þér að ræða málið við þann sem setti upp lykkjuna hjá þér ef þetta fer ekki að minnka/hætta á næstu dögum. Gangi þér vel.