Spurt og svarað

06. október 2017

Að verða ólétt

Núna erum við maðurinn minn búin að reyna eignast barn i 5 mánuði enn ekkert gerist... Ég var ekki á neinni getnaðarvorn fyrir, eigum 1 barn fyrir sem kom strax undir í fyrsta hring, ég er buin að vera taka inn folinsyru í 6 mán, er eitthvað sem eg get gert til að "flýta" fyrir þungun? Og áður enn leitað er í tækni, þarf þá að bíða í 12 mán?

Heil og sæl, þegar verið er að búa til barn eru 5 mánuðir ekki mjög langur tími. Það er gott að þú takir fólín en það er lítið sem þú getur gert til að flýta fyrir þungun nema að lifa heilbrigðu lífi, borða hollan mat og sofa regluega og nóg, reyna að draga úr streitu og  stunda reglulegt kynlíf. Já og hvorki reykja né drekka áfengi. Það er ólíklegt að það væri farið að gera eitthvað mikið fyrir þig áður en þið eruð búin að reyna í ár. Þó er ekkert sem mælir á móti því að þú ráðfærir þig við kvensjúkdómalækni ef þú vilt. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.