Hætt á pillunni en engar blæðingar

08.10.2017

Hæ, ég er 27 ára og ég og kærastinn minn erum að huga að barneignum. Ég hætti á pillunni á miðju pilluspjaldi fyrir 3 vikum síðan en hef ekkert byrjað á blæðingum. Ég hef alltaf verið mjög regluleg á blæðingum og byrjað jafnvel ef ég hef gleymt einni pillu. Allt í einu núna kemur bara ekkert þó ég sé alveg hætt. Er búin að finna einusinni fyrir túrverkjum en það kom ekkert. Hversu lengi bíð ég áður en ég hef samband við kvensjúkdómalækni? er þetta alveg eðlilegt?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða og sjá til hvort blæðingar geri ekki vart við sig fljótlega. Ef ekki getur þú prófað að taka þungunarpróf og ef það er neikvætt er ágætt að ráðfæra sig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.