Óvissa um blæðingar

10.10.2017

Hæ. Ég hef alltaf verið með reglulegar blæðingar.Samkvæmt meðgöngudagatalinu þá ég ég að vera komin 4 vikur og 6 daga, nokkrum dögum áður en ég átti að byrja á túr þá byrjaði að koma brúnt slím eða eins og gamalt blóð, ekki rautt semsagt í litlu magni og ég hélt að það væri bara blæðingar að hefjast en þetta stóð yfir í 3-4 daga og ég var alltaf með túrtappa en það kom alltaf bara eitthvað smá í hann. Ég var með sma verki með þessu, ég hef ekki byrjað á túr eftir þetta. Ég fekki neikvætt á prófi sem ég tók núna laugardaginn 7.okt.Ég finn svona sma verki i maganum en alls ekki mikið og ekki eitthvað vont. Hvað getur þetta verið ?, voru þetta bara blæðingarnar mínar?

Heil og sæl, það getur alltaf gerst að einar blæðingar séu frábrugðnar því sem vaninn er. Ég ráðlegg þér að bíða róleg og sjá hvernig næsti tíðahringur verður. Ef þú hefur eðlilegar blæðingar þá þarftu ekki að hugsa frekar um það en ef engar blæðingar láta sjá sig næst og þungunarpróf er neikvætt ráðlegg ég þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.