Gangsetning vegna legvatnsleka

11.10.2017

Legvatnið byrjaði að leka, en eg var í 12 tíma ad verða sannfærð um að þetta væri legvatnið en ekki útferð en svo var þetta nú enginn spurning eftir það.. Ég mætti í gangsetningu sólarhring eftir upphaf lekans vegna "aukinnar sýkingarhættu" sem er víst standardinn hér á landi. Sýklalyf á 4t fresti og hríðaraukandi töflur á 2t fresti. Síðan eftir hamarkslyfjaskamt og 12t af gangsetningu sem setti ekkert í gang átti ég að vera þarna um nóttina og gangsetning atti að hefjast að nýju daginn eftir með sömu lyfjum. Því langar mig að spyrja hvers vegna er miðað við sólarhring. Talað um aukna Sýkingahættu, en erum við að tala um að munurinn sé það mikill á td 24klst og 48klst að inngripið og það sem því fylgir sé réttlætanlegt? Mín tilfinning er að fæðingin hefði haft sinn gang innan 2d og endaði þetta I raun þannig að ég fór sjálf af stað nokkrum tímum eftir að gangsetningin fór í pásu yfir nóttina.

Heil og sæl, já þarna ertu komin að punkti sem ekki allir eru sammála um. Sumum finnst að gefa eigi tíma í 48 klst. meðan aðrir tala um 24 klst. Það er rétt að sýkingarhætta er aukin þegar legvatn er farið að renna en nákvæmlega við hvaða tímamörk á að miða er umdeilt. Það er ekki ólíklegt að þín tilfinning sé rétt um að fæðingin hefði farið sjálf í gang innan tveggja daga þó ekki sé hægt að vita það með vissu heldur. Gangi þér vel.