Pissa í sig

15.10.2017

Sonur minn er orðinn 4 mánaða og ég hef aldrei fundið fyrir þvagleka. Nema núna síðustu 5 nætur er ég búinn að pissa í mig í svefni af fullum krafti. Ég vakna ekki með þessa pissutilfinningu eins og ég gerði áður. Ég er dugleg að gera grindabotnaæfingar. Hvað á ég að gera?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að fara strax til læknis og með þvagprufu með þér. Gangi þér vel.