Mjög slæmur hósti

15.10.2017

Hæhæ og takk fyrir frábæran vef :) Ég er í þvílíkum vandræðum með hvað ég megi taka inn á meðgöngu. Ég er með svo svakalegan slæma hósta og hann er orðinn svo djúpur að mig verkjar í bringuna. Ég fékk sýklalyf vegna kvefs og sýkingar í kinnholum og ennisholum og hvarf það en ekki hóstinn. Paratabs og paracet virkar ekki, parkódín virkaði þegar þetta var slímhósti en nú er þetta orðinn svo mikið þurrhósti að parkódín virkar ekki. Apótekið mældi með lífrænu íslensku hóstasafti sem gæti virkað en það virkar ekki neitt. Vatn, hunang og engifer er bara skammtímaverkun. Ég er alveg ráðalaus með hvað eg ætti að gera hvað ég gæti keypt í apóteki sem ég má taka inn. Langar að heyra í ykkur fyrst áður en ég fer á vaktina :)

Heil og sæl, það er því miður þannig að það er mjög oft erfitt og leiðinlegt að eiga við hósta og þar að auki er hóstinn oft til staðar löngu eftir að önnur einkenni eru horfin. Ég ráðlegg þér að leita læknis með þennan vanda. Gangi þér vel.