Spurt og svarað

16. október 2017

neikvætt þungunarpróf, blæðing en gruna samt þungun.

Sælar og takk fyrir æðislegann vef. Mig langar að spyrja ykkur. Ég átti að byrja á blæðingum 12.október þar sem ég byrja alltaf 12. hvers mánaðar. Stundum fyrr. Ég var búin að vera með seyðing í legi í nokkra daga en ekki beint túrverki. Í dag 16. október kom fölbleikt blóð í pappírinn en alltaf þegar ég byrja þá kemur mjög mikið blóð og í WC, núna kom bara fölbleikt í pappírinn og ekkert í brókina. Seinna í dag varð blóðið aðeins dekkra og örlítið meira en ekki í líkindum við hvernig ég er alltaf. Ég tók þungunarpróf eftir vinnu í dag en það kom neikvætt. Ég er annars með flest einkenni óléttu. Ég er mjög þreytt, viðkvæm og stutt í grát, óglatt þó ekki farin að æla. Mér finnst þessi fölbleika 'útferð' eða blóð svo einkennilegt þar sem það er alls ekki vaninn. Tók ég prófið of snemma? Það er kannski réttast að það taka það fram að ég er ekki á neinum getnaðarvörnum.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða róleg og sjá hverju fram vindur. Ef engar eðlilegar blæðingar gera vart við sig ráðlegg ég þér að endurtaka þungunarpróf eftir viku 10 daga. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.