Parasetamol á meðgöngu

06.06.2012
Ég er ný búin að fá jákvætt þungunarpróf, er ekki með staðfesta meðgöngulend en sennilega komin um 5 vikur, mig langar að spyrja ykkur hvort það sé í lagi að taka parasetamol eða íbufen á meðgöngu við vægum höfuðverk.
Sæl!
Til hamingju með þungunina. Parasetamol er eitt mest rannsakaða lyfið sem er á markaði í dag og er talið öruggt að nota það alla meðgönguna. Þó er mælt með að stilla notkun í hóf og taka það ekki nema þörf sé á. Ekki er mælt með að nota Íbufen á meðgöngu þar sem það hefur áhrif á blóðstorku kerfi líkamans.

Gangi þér vel.


Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. júní 2012