Upphitaður matur á meðgöngu

17.10.2017

Góðan dag og takk fyrir frábæran og hjálplegan vef! Ég er komin 10 vikur plús af barni númer tvö og veit að það er eitt og annað sem á að varast á meðgöngu. Mér finnst eins og einhversstaðar hafi ég lesið um að varast ætti upphitaða afganga af mat en finn þó ekkert um það núna þegar ég leita. Hvað segið þið um það?

Heil og sæl, það er ekkert að því að borða upphitaðan mat sem hefur verið geymdur við rétt skilyrði í ísskáp og er hitaður vel upp. Gangi þér vel.