Mjög reglulegar blæðingar en ekkert egglos ?

17.10.2017

Sælar Mig langar að vita, en ég er með mjög reglulegar blæðingar þær byrja alltaf 4 -6 hvers mánaðar og eru alltaf í 5 daga. Núna er ég og maðurinn minn að reyna eignast barn númer 2 og við keyptum egglosstrimla sem eiga að vera mjög góðir en ég fæ alltaf neikvætt á þeim alveg sama hversu oft á dag og prófa og sama hversu marga daga :( Getur verið að ég sé ekki með egglos ? Og hvað á ég þá að gera ? Það gekk mjög vel að verða ólétt af barni nr eitt. Kær kveðja og von um svör

Heil og sæl, ég tel að verði ef til vill að hafa aðeins varann á með svona strimla og nákvæmi þeirra. En ef þig grunar að egglos hjá þér sé ekki með eðlilegum hætti ráðlegg ég þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Það kemur ekki fram hja þér hve lengi þið hafið verið að reyna en ef það er ekki mjög langur tími ráðlegg ég ykkur að prófa lengur áður en þú leitar læknis. Egglos er 14 dögum á undan blæðingum og af því þú ert mjög regluleg er auðvelt að finna út hvenær það er. Gangi ykkur vel.