Hárlitur og brjóstagjöf

17.10.2017

Góðan dag. Hvernig eru ráðleggingar núna varðandi hárlitun og brjóstagjöf, er óhætt ad lita hárið á sér með barn á brjósti? Sé svo misvísandi upplýsingar um þetta svo væri gott að heyra hvað er verið að ráðleggja. Með fyrirfram þökk. Kveðja

Heil og sæl, hér á Íslandi höfum við ekki verið að ráðleggja frá því að lita hár. Sumstaðar í nágrannalöndum er það þó gert tld. í Danmörku og á sumum stöðum í USA. Ekki hefur þó þótt ástæða til að vara við þessu hér. Gangi þér vel.