Paratabs á meðgöngu

10.08.2009

Sæl

Ég er komin 10 vikur og 2 daga. Ég er með höfuðverk sem ég held að tengist því að ég er með mjög stíflað nef.  Mér var sagt að það væri óhætt að taka inn paratabs á meðgöngu. Er það rétt?  

Kv. HöfuðverkurÁ


Komdu sæl

Já það er í lagi að taka Paratabs á meðgöngu í þeim skömmtum sem gefið er upp á kassanum.

 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
10. ágúst 2009.