Engar blæðingar en neikvæð þungunarpróf

24.10.2017

Sæl/l. Ég stundaði kynlíf síðast í enda júlí, ég var á pillunni, hann fékk það ekki inn í mig og fékk það bara ekki yfir höfuð en ég hætti á pillunni ca 2 vikum eftir það og fór á túr, svo ca mánuði eftir það fór ég bara á svona litlar blæðingar, eiginlega bara brún útferð.. Ég er búin að taka 3 þungunarpróf, öll neikvæð. En núna er ég samt ekki byrjuð á túr og hef fengið smá eymsli í geirvörturnar.. Ég hef ekki fengið nein önnur "óléttu" einkenni. Kannski er þetta bara stress í mér en væri samt til í að fá fagmannlegt svar yfir þessu því ég get alls ekki séð fram á það að eignast barn.

Heil og sæl, ég tel ekki líkur á því að þú sért ófrísk miðað við þessa sögu. Ég ráðlegg þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni þar sem þú ert að missa úr blæðingar. Gangi þér vel.