Spurt og svarað

26. október 2017

Sýking í legi

Ég fékk sýkingu í legið viku eftir að ég átti strákinn minn og var lögð inn með sýklalyf í æð í fjóra daga. Núna er liðnar sirka þrjár vikur frá því ég hætti á sýklalyfjum og er alltaf frekar smeik við það að sýkingin sé ekki alveg farin eða er búin að skemma eitthvað hjá mér. Mér er búið að vera rosalega kallt og með hálfgerða beinverki en engan hita. Fæ líka stundum væga stingi í legið eða þar í kring. Mig langar mjög mikið að hætta að hafa áhyggjur af þessu en á mjög erfitt með það. Er ég bara að ýmynda mér þetta eða gæti þetta verið áframhaldandi sýking. Ég fór á Læknavaktina um daginn til að reyna friða hugann. Læknir kíkti á legið og fann að það var komið á sinn stað. Ætti þá allt að vera í lagi? Eru þessi einkenni sem ég er að finna bara eðlileg? Kannski bara vetrar kuldinn að gera mér þetta?

Heil og sæl, ef þú ert hitalaus og legið er á sínum stað og ekki mjög aumt og hreinsunin lítil eða engin og ekki illa lyktandi er þér óhætt að hætta að hafa áhyggjur. Sýking í legi leynir sé ekki og veldur talsverðum óþægindum ekki vægum stingjum sem koma stundum. Þú getur verið eftir þig eftir fæðinguna og þessa sýkingu og það hugsanlega veldur þessum einkennum sem þú lýsir. Hugsaðu vel um þig og reyndu að hvílast vel og þá ættirðu að ná þér vel á strik. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.