Hörfræolía - þungmálmur?

29.10.2017

Sælar, Ég hef skv. ráðleggingum verið að gefa syni mínum smá hörfræolíu með mat til að halda hægðunum góðum. En núna var ég að rekast á það í næringarráðleggingunum að það eigi að gefa ungbörnum hörfræ í hófi vegna kadmíums. Er þessi þungmálmur ekki til staðar í olíunni?

Heil og sæl, ég hef ekki fundið neitt um það hve mikið sé af málmum í fræjum og olíu. Það eru þó skiptar skoðanir á því hvort gefa eigi börnum hörfræoliu. Barn sem borðar fjölbreyttan mat og mjólkurvörur í hófi ætti í raun ekki að fá hægðatregðu og ætti því ekki að þurfa neitt hægðalosandi. Það kemur reyndar ekki fram hve gamalt barnið þitt er eða hvort eitthvað sérstakt vandamál sé til staðar varðandi hægðir. Þú getur ef hægðatregða er viðvarnandi ráðfært þig við barnalækni. Gangi þér vel.