Vidhalda gódri mjólkurframleidslu

31.10.2017

Hæ ljósmædur! Strákurinn minn er 7 mánada og erum vid búin ad vera æfa hann ad borda, þad gengur fínt fyrir utan adeins hardari hægdir sem virdast þó ekki angra hann. En mín spurning er, hvernig held ég uppi gódri mjólkurframleidslu? Ég er ekki tilbúin ad hætta med hann á brjósti og hann er heldur ekki tilbúinn sjálfur. Er einhver rútína "betri" en önnur þegar kemur ad brjóstagjöf? T.d. drekka fyrir eda eftir mat, drekka eftir daglúra o.þ.h Takk fyrir gódan vef!

Heil og sæl, það er ekkert eitt rétt þegar kemur að brjóstagjöf. Nú verður brjóstið ekki lengur í aðalhlutverki þó að mikilvægt sé. Þið mæðginin verðið að finna út úr því hvað hentar ykkur best. Framleiðslan helst góð ef hann tekur brjóstið vel áfram. Það er gott að gefa honum brjóstið eftir mat því annars hefur hann kannski lítinn áhuga á að borða eitthvað ef hann er búinn að drekka vel úr brjóstinu. Gangi ykkur vel.