Spurt og svarað

31. október 2017

Vidhalda gódri mjólkurframleidslu

Hæ ljósmædur! Strákurinn minn er 7 mánada og erum vid búin ad vera æfa hann ad borda, þad gengur fínt fyrir utan adeins hardari hægdir sem virdast þó ekki angra hann. En mín spurning er, hvernig held ég uppi gódri mjólkurframleidslu? Ég er ekki tilbúin ad hætta med hann á brjósti og hann er heldur ekki tilbúinn sjálfur. Er einhver rútína "betri" en önnur þegar kemur ad brjóstagjöf? T.d. drekka fyrir eda eftir mat, drekka eftir daglúra o.þ.h Takk fyrir gódan vef!

Heil og sæl, það er ekkert eitt rétt þegar kemur að brjóstagjöf. Nú verður brjóstið ekki lengur í aðalhlutverki þó að mikilvægt sé. Þið mæðginin verðið að finna út úr því hvað hentar ykkur best. Framleiðslan helst góð ef hann tekur brjóstið vel áfram. Það er gott að gefa honum brjóstið eftir mat því annars hefur hann kannski lítinn áhuga á að borða eitthvað ef hann er búinn að drekka vel úr brjóstinu. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.