Harðar hægðir

04.11.2017

Gott kvöld! Ég á rúmlega þriggja mánaða strák sem er eingöngu á þurrmjólk. Hann hefur alltaf haft harðar hægðir og tekur hann yfirleitt 1-2 sólarhringa að tæma þarmana, síðan hefur hann ekki hægðir í kannski 3-4 daga, jafnvel meira. Við prófuðum í gamni um daginn að gefa honum eina litla teskeið af þunnum barnagraut, hafra, fyrir svefninn. Morguninn eftir var eins og eitthvað stórt hefði gerst um nóttina því hann hafði þvílíkt miklar og flottar hægðir, alveg mátulega fljótandi og allt. Ætli mér sé óhætt að nota þetta til að hjálpa honum með hægðirnar, að gefa honum pínu graut á kvöldin, þó hann sé ekki alveg orðinn fjögurra mánaða? Kær kveðja

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða máli við hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd, annars þekkir þú barnið þitt best og ef þér finnst þetta hjálpa og barnið þola grautinn vel er það í lagi. Gangi þér vel.