Spurt og svarað

04. nóvember 2017

Harðar hægðir

Gott kvöld! Ég á rúmlega þriggja mánaða strák sem er eingöngu á þurrmjólk. Hann hefur alltaf haft harðar hægðir og tekur hann yfirleitt 1-2 sólarhringa að tæma þarmana, síðan hefur hann ekki hægðir í kannski 3-4 daga, jafnvel meira. Við prófuðum í gamni um daginn að gefa honum eina litla teskeið af þunnum barnagraut, hafra, fyrir svefninn. Morguninn eftir var eins og eitthvað stórt hefði gerst um nóttina því hann hafði þvílíkt miklar og flottar hægðir, alveg mátulega fljótandi og allt. Ætli mér sé óhætt að nota þetta til að hjálpa honum með hægðirnar, að gefa honum pínu graut á kvöldin, þó hann sé ekki alveg orðinn fjögurra mánaða? Kær kveðja

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða máli við hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd, annars þekkir þú barnið þitt best og ef þér finnst þetta hjálpa og barnið þola grautinn vel er það í lagi. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.