Skýjað og illa lyktandi þvag eftir fæðingu

04.11.2017

kæru ljósmæður, Nú fyrir fjórum dögum eignaðist ég mitt fyrsta barn. Úthreinsunin er eðlileg að ég held en þvagið mitt er skýjað og það er sterk og vond lykt af því. Ég fékk mænudeyfingu og þurfti að tappa af þvagi hjá mér. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég sé að skila einhverju úr kerfinu eða hvort ég þurfi að senda inn þvag til rannsóknar.

Heil og sæl, ef þú ert með ljósmóður í heimaþjónustu skaltu ræða málið við hana og biðja hana um að rannsaka þvagið. Ef þú ert ekki í heimaþjónustu ráðlegg ég þér að hafa samband við heimilislækninn þinn sem fyrst og ganga úr skugga um hvort um þvagfærasýkingu sé að ræða. Gangi þér vel.