Of langur tíðahringur?

06.11.2017

Hæhæ, ég og kærastinn minn höfum verið að reyna að eignast barn núna í 8 mánuði en ekkert hefur gengið. Ég skrái alltaf niður allt sem tengist tíðahringnum mínum, alla verki sem ég finn fyrir og blæðingar. Ég finn vel fyrir egglosi, verð aum í brjóstum og fæ egglosverki en tíðahringurinn minn er alveg á bilinu 31-41 dagur (oftast í kringum 36 dagar). Er þetta mjög langur tíðahringur og getur verið að hann sé að takmarka líkur okkar á því að eignast barn?

Heil og sæl, langur tíðahringur þýðir bara að þú er frjó aðeins sjaldnar heldur en ef þú værir með styttri hring. Óreglulegur tíðahringur gerir það einnig að verkum að oft er erfiðara að segja til um hvenær egglosið er en fyrst þú finnur það á sjálfri þér þegar það gerist þá kemur það etv. ekki að sök. Átta mánuðir er ekki það langur tími að það gefi ástæðu til að hafa áhyggjur þó þú sért ekki orðin þunguð ennþá. Gangi ykkur vel.