Blæðingar

10.11.2017

Hæhæ Ég átti barn fyrir rúmlega 7 vikum og í nótt kom ferskt blóð í nærbuxurnar mínar og það heldur áfram að koma í bindi. Getur verið að ég sé byrjuð á blæðingum eða er þetta mögulega eitthvað sem átti eftir að hreinsast út? Ég er með barnið eingöngu á brjósti og er á brjóstapillunni, er eðlilegt að byrja á blæðingum þótt hann sé bara á brjósti og ég á pillunni? Ég á eldri dreng og ég byrjaði ekki á blæðingum fyrr en hann hætti á brjósti þegar hann var rúmlega 1 árs Ætti ég þá að hætti að taka pilluna á meðan það blæðir eða halda áfram?

Heil og sæl, jú þú getur vel verið byrjuð á blæðingum og mér þykir líklegt að þetta séu blæðingar. Gangi þér vel.