Brjóstagjöf + ábót tvíburar

13.11.2017

Góðan daginn, Èg á tvíbura sem eru fæddar eftir 35 vikna meðgöngu. Þær voru fyrst voða latar, náðu ekki gripi á geirvörtunni og nenntu almennt lítið að vera á brjósti og fengu gulu, svo þær fengu strax ábót á sjúkrahúsinu. Sem betur fer hefur þetta verið að koma í smá skrefum, er búin að losa okkur við mexíkanahattana sem við þurftum fyrst og þær eru orðnar duglegar að drekka (eru 7 vikna í dag) Mér hefur þó aldrei tekist að ná upp nægri mjólk fyrir þær báðar og eru max 1-2 gjafir á dag þar sem þær þurfa enga ábót og þurfa alveg 30 upp í 70 ml af nan mjólk eftir gjöf svona slmennr. Þegar ég pumpa mig eftir gjöf eru brjóstin alveg tóm og næ oftast ekki einu sinni 10 ml svo ég á engan brjóstamolkurforða til að gefa þeim. Ég drekk mikið vatn (3+ l à dag), hef drukkið mjólkuraukandi te frá weleda og reyni eins og ég get að borða vel þó það gangi nú ekki alltaf. Ég reyndar næ ekki mjög miklum svefn þar sem þær vaka mikið á nóttunni. Almennt er ég að gefa þeim á 3 tíma fresti og þær liggja oftast í hálftíma á sama tíma á brjóstinu. Ég svissaði fyrst á milli brjósta en er núna farin að gefa þeim alltaf sama brjóstið. Ég svekki mig oft à því að mjólkin dugi þeim ekki og dauðlangar til að ná henni betur upp. Er eitthvað sem þér dettur í hug að gera, eða þarf ég bara að sætta mig við þessa ábót með? Bestu kveðjur

Heil og sæl, þú stendur þig mjög vel þó að eitthvað vanti uppá að þú náir fullri gjöf. Það besta sem þú getur gert er að stressa þig ekki yfir þessu og hvíla þig eins og þú getur. Það getur hreinlega verið ástæðan fyrir því að þú nærð ekki alveg að framleiða nóg að þú ert bara uppgefin. Þetta getur allt smollið saman ef þú nærð betri svefni og ef ekki þá er það ekkert til að svekkja sig yfir þú ert að gera eins vel og þú getur. Það er ekkert sjálfsagt mál að mjólka fyrir tvíbura sem þar að auki eru fyrirburar og þurfa mikla umönnun allan sólarhringinn. Gangi ykkur sem allra best.