Blóðprufa

13.11.2017

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef! Ég er gengin 16 vikur og fór í blóðprufu eftir 12 vikna sónarinn og þá var einnig athugað með sykur í blóði Vitið þið hvort ég fæ þær niðurstöður í mæðravernd eða hvort það hefði verið hringt í mig ef ég hefði verið of há í sykri? Er svo hrædd um að vera að borða of mikinn sykur ef það hefur mælst of mikið hjá mér Bestu kveðjur

Heil og sæl, þú færð niðurstöðurnar  í næstu skoðun en ef þú hefðir verið mjög há í sykri eða eitthvað annað hefði verið svo óeðlilegt að það þolir ekki bið þá hefði verið hringt í þig. Gangi þér vel.