Páskaboð og rauðvín

04.04.2015

Sæl, Ég er ófrísk en komin mjög stutt á leið, ca 7 vikur. Ég verð með boð um páskana og höfðum við hugsað okkur rauðvín með matnum. Ég vil alls ekki að neinn fatti að ég sé ófrísk strax svo að mér datt í hug að ég gæti verið með alkóhólfrítt rauðvín í glasinu án þess að neinn viti. Ég fór að skoða vínin og þau eru alltaf með 0,5% alkóhól. Er öruggt að drekka það?? Bestu kveðjur, Lára

 

Heil og sæl, já þér er óhætt að dreypa á því þannig að þú vekir ekki neinar grunsemdir. Gangi þér vel með boðið. 

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
3. apríl 2015