Penzim á meðgöngu

28.06.2009

Er eitthvað sem mælir gegn því að maður noti/beri á sig penzim á meðgöngu?


Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum (Ensímtækni ehf.) er ekkert sem mælir gegn því að bera á sig Penzim á meðgöngu. Tryspsín, virka ensímið í Penzimi, hefur eingin skaðleg áhrif og verkar þar að auki ekki kerfislægt, er hindrað í blóðvökva manna og berst því ekkert kerfislægt.

Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum hefur fjöldi kvenna á meðgöngu notað Penzim.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júní 2009.