Spurt og svarað

24. febrúar 2009

Pergotime og þungunarpróf

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran og fróðlega vef.


Ég er búin að reyna
við annað barn í 18 mánuði núna.  Um 9 daga frá egglosi kom lína og línan mín styrkist
hægt og rólega dag frá degi á allar mögulegar tegundir þungunarprófa. Samt er línan mis sterk eftir því hvaða próf ég tek. Ég fæ daufustu línuna á
yes or no og rimapróf en sterkast á lyfjuprófin og Exacto ultra.  Nú er ég bara gengin 3 vikur og 6 daga sem þýðir bara 13 dögum frá egglosi, ég er
skelfingu lostin, hef aldrei séð línur á öllum tegundum og óttast að pergotime sé að rugla í þessu, óttast að missa og fl.  Fyrst ég
byrjaði að fá línur svona rosalega snemma, hvenær má ég vera viss um að línan verði mjög sterk? Ef línan verður ekki sterkari en
viðmiðunarlínan er það merki um að eitthvað sé ekkií lagi með fóstrið?  Ég veit að tíminn einn leiðir þetta í ljós en tíminn er svo lengi að líða.

Kveðja ein rosalega glöð og hrædd.Komdu sæl.

Eftir því sem ég best get séð ætti Pergotime ekki að hafa áhrif á þungunarpróf sem mæla HCG hormón sem eykst í meðgöngu.  Ég tel því nokkuð víst að þú sért barnshafandi og það skiptir ekki máli hvort línan er veik eða sterk, ef hún birtist er prófið jákvætt.  Þungunarpróf mæla bara þetta ákveðna hormón sem eykst mikið í meðgöngu og geta því ekki spáð um hvort eitthvað sé að barninu eða ekki.  Nú er bara að taka á þolinmæðinni og leyfa tímanum að líða.

Læknirinn þinn vill þó örugglega heyra í þér.


Kveðja


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. febrúar 2009.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.