Permanent.

05.01.2015

Sælar.
Ég var að spá hvort sé í lagi að fara í permanent á meðgöngu. Gæti verið að efnin sem eru notuð í permanent séu hættuleg fyrir fóstrið?


Heil og sæl,
Mér vitanlega hefur ekki verið varað við notkun á hárvörum á meðgöngu hérlendis. Það er þó varað við að heillita (ekki er talað sérstaklega um permanent) á sér hárið í einstaka löndum og í leiðbeiningum frá USA er talað um að bíða þar til á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngunnar með að fara í permanent eða heillitun.

 
Gangi þér vel og bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
05.01.2015