Að fá að vita kyn barns í þrívíddarsónar

09.02.2009

Sælar og takk fyrir góðan og fræðandi vef!

Ég geng með mitt fyrsta barn núna og erum við mjög spennt. Ef maður fær að vita kynið þegar maður fer í þrívíddarsónar, hversu áreiðanlegt er það?

Með fyrir fram þökk, Ein með vangaveltur :)


Sæl vertu!

Kyngreining er aldrei 100%, hvorki í tví- eða þrívíddarsónar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Kristín Rut Haraldsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur fósturgreiningardeild LSH,
9. febrúar 2009.