Pilates leikfimi á meðgöngu

19.10.2006

Kæru Ljósur!

Ég var að skoða í gegnum líkamræktarspurningarnar en fann ekki það sem ég leitaði að. Ég var að komast að því að ég er ófrísk, komin sennilega 5 vikur á leið. Má ég halda áfram í Pilates tímum? Ástæðan sem ég spyr sérstaklega um þá er útaf því að í Pilates er mikil áhersla lögð á magaæfingar. En allt samt mjög rólegt og þægilegt.Sæl og blessuð!

Þér er alveg óhætt að stunda pilates á meðgöngu, það eru þó nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga:
1. Þegar verið er að stunda líkamsrækt á meðgöngu þá þarf að hlusta vel á líkama sinn og fylgja því sem hann segir, þ.e ef það eru einhverjar æfingar sem þér þykja óþægilegar þá skaltu sleppa þeim.
2. Mikilvægt er að drekka vel af vatni á meðan æfingu stendur, líkaminn þarf að vera vel vökvaður undir öllum kringumstæðum.
3. Segðu kennaranum frá því að þú sért með barni og spurðu hvort hann/hún telji að einhverjar af æfingunum henti þér ekki.

Gangi þér vell

yfirfarið 28.10.2015