Spurt og svarað

19. október 2006

Pilates leikfimi á meðgöngu

Kæru Ljósur!

Ég var að skoða í gegnum líkamræktarspurningarnar en fann ekki það sem ég leitaði að. Ég var að komast að því að ég er ófrísk, komin sennilega 5 vikur á leið. Má ég halda áfram í Pilates tímum? Ástæðan sem ég spyr sérstaklega um þá er útaf því að í Pilates er mikil áhersla lögð á magaæfingar. En allt samt mjög rólegt og þægilegt.Sæl og blessuð!

Þér er alveg óhætt að stunda pilates á meðgöngu, það eru þó nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga:
1. Þegar verið er að stunda líkamsrækt á meðgöngu þá þarf að hlusta vel á líkama sinn og fylgja því sem hann segir, þ.e ef það eru einhverjar æfingar sem þér þykja óþægilegar þá skaltu sleppa þeim.
2. Mikilvægt er að drekka vel af vatni á meðan æfingu stendur, líkaminn þarf að vera vel vökvaður undir öllum kringumstæðum.
3. Segðu kennaranum frá því að þú sért með barni og spurðu hvort hann/hún telji að einhverjar af æfingunum henti þér ekki.

Gangi þér vell

yfirfarið 28.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.