Pirringur í handleggjum

12.08.2010
Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég finn ekkert um vandamál mitt á vefnum
og ákvað því að senda ykkur fyrirspurn.  Ég er komin rúmar 26 vikur og er farin að þjást af pirringi í handleggjum og öxlum á kvöldin og nóttunni.Ég er farin að eiga erfitt með að sofna á kvöldin og vakna um miðjar nætur vegna þessa.  Einnig er ég mjög þurr á höndunum sem ég finn sérstaklega mikið fyrir núna þegar ég er að skrifa þessar línur. Eru einhver ráð sem þið hafið handa mér?

Kveðja,
JónaSæl Jóna.

Það sem mér dettur helst í hug er að þetta sé form af svokölluðu "Carpal tunnel syndrome" eða sinaskeiðabólgu sem margar konur finna fyrir á meðgöngu.  Þú gætir reynt að fá þér ólar á úlnliðina og passað upp á hendurnar þínar og úlnliðina á daginn svo þú sért ekki svona slæm á kvöldin og nóttunni.

Annars ráðlegg ég þér að tala um þetta við ljósmóðurina þína og lækni ef þetta lagast ekki eitthvað.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. ágúst 2010.