Að hætta að reykja

05.11.2014

Ég er komin 6 vikur á leið og er búin að reyna að hætta að reykja. Ég er búin að falla tvisvar og á  mjög bágt með þetta. Var að pæla, er í lagi að nota nicotín plástra yfir erfiðasta tímabilið? Það hlýtur að vera betra enn að reykja. Hélt að það yrði létt að hætta að reykja ef maður yrði óléttur. En ég á bara mjög bágt með þetta.

 


 

 Heil og sæl.

Það eru skiptar skoðanir á því hvort notkun nikótín efna sé í lagi á meðgöngu eða ekki. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir barnið þitt og þig líka að þú hættir að reykja sem fyrst. Talsvert hefur verið fjallað áður um reykingar hér á síðunni. Set hér tvær slóðir sem ef til vill geta gagnast þér. Gangi þér vel.   

Kær kveðja              

Áslaug Valsdóttir

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur


http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11981/reykingar_medganga.pdf


http://www.ljosmodir.is/?Page=notepad&ID=29