Spurt og svarað

03. mars 2014

Pottar og gufur

Góðan daginn
Langar dálítið að spyrja að einu, ég er komin 11v og 5d og var að hugsa með að fara í baðstofuna í laugum á heilan mánuð inni frítt og langar að athuga hvort það væri í lagi á meðgöngu að fara í slökun af og til í pottinn og gufur, ég veit reyndar að það gæti kannski verið of heitt, en er það í lagi af og til?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Jú, það er í lagi að fara í heita potta svo framarlega að hitastigið sé undir 39°C.
Gott er fyrir ófríska konu að ná slökun í heitum potti af og til eins og þú segir. En alltaf er gott að hlusta á líkamann því of langur tími í heitum potti getur valdið því að blóðþrýstingur lækki of mikið og konunni getur orðið flökurt og fari að svima.
Gangi þér sem allra best á meðgöngunni


Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. mars 2014
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.