Pottar og gufur

03.03.2014
Góðan daginn
Langar dálítið að spyrja að einu, ég er komin 11v og 5d og var að hugsa með að fara í baðstofuna í laugum á heilan mánuð inni frítt og langar að athuga hvort það væri í lagi á meðgöngu að fara í slökun af og til í pottinn og gufur, ég veit reyndar að það gæti kannski verið of heitt, en er það í lagi af og til?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Jú, það er í lagi að fara í heita potta svo framarlega að hitastigið sé undir 39°C.
Gott er fyrir ófríska konu að ná slökun í heitum potti af og til eins og þú segir. En alltaf er gott að hlusta á líkamann því of langur tími í heitum potti getur valdið því að blóðþrýstingur lækki of mikið og konunni getur orðið flökurt og fari að svima.
Gangi þér sem allra best á meðgöngunni


Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. mars 2014