Pregnacare

24.11.2014
Góðan dag,
hvaða vítamíni mælið þið með á fyrstu 12 vikum meðgöngu?  Ég tek Pregnacare, sem er með ráðlögðum dagskammti af fólínsýru, er það í lagi?  Þarf ég að taka nokkuð annað?
 
 Sæl vertu og takk fyrir að leita til okkar,

Það er nauðsynlegt að fá næg vítamín en það er ekki gott að taka of mikið. Fólínsýra er eina vítamínið sem mælt er með að allar þungaðar konur taki fyrstu 3 mánuði meðgöngunnar og helst í einn mánuð fyrir getnað líka. Kona sem borðar fjölbreyttan mat  ætti ekki að þurfa önnur vítamín nema ef til vill járn ef mælingar á blóðrauða reynast lágar.
Í könnun Manneldisráðs á mataræði kom fram að neysla fæðu sem inniheldur D-vítamín var ófullnægjandi hjá flestum aldurshópum. Í ljósi þess og að við búum á norðlægðum slóðum þar sem litið er um sólarljós er líklegt að flestar barnshafandi konur þurfi að taka D-vítamín. Það fæst úr lýsi og því er gott að taka lýsi á meðgöngunni, hæfilegur skammtur er ein teskeið af þorskalýsi á dag. D vítamín er einnig hægt að taka í pilluformi.  
vona að þetta svari spurningu þinni

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24.11.2014