Spurt og svarað

27. mars 2011

Prótein drykkir og próteinstykki

Er í lagi að borða einstaka sinnum prótein stykki eða drykki eins og t.d. hámark eða hleðsla? Það er svo þægilegt að geta gripið í eitthvað annað en súkkulaði, djús og gos þegar maður er á hraðferð.


 Sæl og blessuð!

Ég geri ráð fyrir því að þú sért þunguð. Já, þessir drykkir sem þú nefnir eru allt í lagi, það eru hinsvegar til prótein og orkudrykkir sem eru sérætlaðir fólki sem stundar mikla líkamsrækt, og þungaðar konur ættu nú sennilega að sleppa þeim. Ég þekki nú ekki öll þessi prótein stykki og hvað er í þeim en margt af þessu er í góðu lagi.

Með bestu kveðju,

Halla Björg Lárusdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
27. mars, 2011.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.