Próteinstykki á meðgöngu

28.09.2007

Góðan daginn!

Er í lagi að borða próteinstykki á milli mála í hófi á meðgöngu u.þ.b.2-3 í viku? T.d. herbalife, perfect protein blast eða annað? Ég er komin u.þ.b. 10-11 vikur á leið og vildi frekar fá mér þetta stöku sinnum en að freistast í venjulegt súkkulaði. Ein að spá í matarræðið.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Eftir því sem ég best veit er í lagi að fá sér próteinstykki annað slagið. Próteinstykki er sennilega betra en súkkulaði að því leiti að það inniheldur fullt af vítamínum, meira prótein og minni fitu. Þú skalt þó hafa í huga að próteinstykki innihalda oft mikið af vítamínum og því er betra að gæta hófs því það er ekki ráðlegt að taka inn of mikið af vítamínum á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. september 2007.