Psoriasis á meðgöngu

24.06.2010

Er í lagi að nota sterakrem á meðgöngu? Ég er með Psoriasis og það versnar bara og versnar :/

Ég hef heyrt að það geti aukist á meðgöngu. Mér líður allavega rosalega illa yfir því hversu mikið þetta er að versna.


Sæl og blessuð!

Það er mjög misjafn hvort Psoriasis versnar eða skánar á meðgöngu. Psorisasis getur skánað á einni meðgöngu og versnað á annarri, hjá sömu konunni. Það eru til ýmsir styrkleikar af sterakremum og þú skalt setja þig í samband við þinn lækni varðandi notkun á sterakreminu á meðgöngu.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. júní 2010.