Rapid Lash

06.03.2015

Sæl og takk fyrir frábæran vef. Nú langar mig að forvitnast um eina vöru sem er mikið í brennideplinum þessa stundina en það er varan Rapidlash. Það er vara sem að þú berð á augnhárin á kvöldin og hjálpar þeim að vaxa. Ég er búin að gúggla mikið og það kemur hvergi fram svart á hvítu hvort að það megi eða megi ekki nota þetta á meðgöngu. Nú spyr ég, veist þú hvort að það sé hættulegt eða ekki? Þetta er borið á augun eins og maskari ekki tekið inn.


 Heil og sæl, við þekkjum ekki til Rapid Lash og ég get ekki fundið út hvaða virku innihaldsefni eru í vörunni. Ég get því ekki svarað því hvort þetta sé hættulegt eða ekki. Það er alltaf best að fara öllu með gát á meðgöngunni eins og þú greinilega gerir með því að reyna  afla þér upplýsinga áður en þú framkvæmir. Gangi þér vel.  
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
6. mars 2015