RapidLash

08.05.2015

Góða kvöldið.  Ég sá spurningu  varðandi RapidLash á vefnum ykkar en það vantaði innihaldsefni vörunnar til að geta svarað spurningunni. Ég var líka að leita svara við þessari spurningu en ég er með barn á brjósti. Innihaldsefnin eru eftirfarandi: Water, Butylene Glycol, Hydroxyethycellulose, Glycerin, Myristoyl Pentapeptide-17, Rhizobian Gum, Sodium Hyaluronate, Biotin, Panthenol, Pantethine, Hydrolyzed Glycosaminoglycans, Allantonin, Cucurbita Pepo (Pumpkin) Seed Extract, Maris Aqua/Sea Water, Dipotassium Glycyrrhizate, Octapeptide-2, Copper Tripeptide-1, sh-Polypeptide-1, Glycine Soja (Soybean) Oil, Black Sea Rod Oil, Phenoxyethanol, Chlorphenesin, Sorbic Acid. Hvað segið þið um þetta?
Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef!Heil og sæl, það er talsvert spurt um RapidLash. Það hefur ekki mikið verið fjallað um hvort að sé öruggt að nota þessa vöru á meðgöngu og við brjóstagjöf hingað til. Nú hafa matar og lyfjaeftirlit (FDA)  í USA ráðlagt barnshafandi konum og konum með barn á brjósti að nota þetta ekki þar sem rannsóknir vantar varðandi áhrif efnisins og einnig nefna framleiðendur ekki aukaverkanir sem eru algengar við notkun efnisins.  Þar að auki á ekki að nota virku efnin í RapidLash nema undir eftirliti lækna.
 
 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir