Rauð og bólgin. Hvað getur þetta verið?

11.12.2008

Hæ, hæ!

Ég er ólétt, komin 27 vikur á leið. Mér er svo illt þarna niðri er rosalega rauð og mer finnst eins og ég sé bólgin í kringum legganga opið. Svo er alltaf eitthvað svona hvítt (eins og kusk) hvað getur það verið?


Sæl og blessuð!

Það sem þú lýsir gæti átt við sveppasýkingu. Skoðaðu fyrirspurn og svar um það hérna.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2008.