Spurt og svarað

21. október 2007

Raynaud's heilkenni á meðgöngu

Sælar og enn og aftur takk fyrir frábæran vef.

Mig langar að vita hvor að þið búið yfir upplýsingum um Raynaud's heilkenni á meðgöngu. Dags daglega lýsir þessi sjúkdómur sér þannig að ef manni verður kalt, þá hvítna og kólna fingur og oft tær líka (eyru og nef geta víst líka fylgt stundum!). Þessi sjúkdómur er talinn tengjast gigt og er víst ótrúlega algengur, en þó hafa fáir sem ég þekki heyrt um hann. Þetta er einhverskonar æðakrampi sem á sér stað í kulda. Minn heimilislæknir minntist ekkert á að þetta yrði neitt vandamál á meðgöngunni en talaði um að með auknu blóðflæði á meðgöngu gæti þetta minnkað og ég er ekki frá því að svo sé í mínu tilfelli, sem betur fer, a.m.k. er þetta ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi en það var þannig áður en ég varð ófrísk. Núna geta liðið margir dagar á milli „kasta“.En mig langar að vita hvort að þetta sé eitthvað sem getur haft áhrif í fæðingunni sjálfri, t.d. með aukinni blæðingu eða einhverju slíku. Einnig ef þið hafið einhverjar fleiri upplýsingar um þennan sjúkdóm á meðgöngu.

Með fyrir fram þökk, ánægður lesandi.


Sæl og blessuð og takk fyrir að leita okkar!

Ég leitaði að efni um þennan sjúkdóm en fann ekki mjög mikið. Enn sem komið er hafa fáar rannsóknir hafa verið gerðar til skoða áhrif sjúkdómsins á meðgöngu svo þau eru ekki vel þekkt en sumum konum líður betur á meðgöngu vegna aukinnar æðaútvíkkunnar

Í rannsókn sem var gerð á 97 konum með alvarlegan sjúkdóm kom í ljós lítillega aukin hætta á lægri fæðingarþyngd svo og lítillega aukin hætta á fyrirburafæðingum. Það þarf þó ekki að þýða að allar konur með sjúkdóminn séu í hættu á að eiga lítil börn eða að eiga fyrir tímann því þessi rannsókn náði aðeins til kvenna með alvarlegan sjúkdóm.

Konur með Raynaud's geta fundið fyrir sárum verkjum í geirvörtunum, bæði á meðgöngu og við brjóstagjöf en hægt er að meðhöndla þá verki með lyfjum sem víkka út æðarnar (Nifedipine).

Mér finns ótrúlegt að þessi sjúkdómur auki líkur á blæðingu í fæðingu en ég fann ekki upplýsingar um það.

Á vefsíðu Gigtarfélagsins er að finna hagnýt ráð við þessum staðbundna æðakrampa.

Ég vona að þessar upplýsingar komi að einhverju gagni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. október 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.